28.8.2006 | 23:04
Frumraunin
Nú er ég orðin formlegur bloggari - með alvöru bloggsíðu eins og unga fólkið. Einhverjum þykir það vaflaust ekki hæfa mínum aldri að fara að blogga, farin að slaga í fertugt - en ég læt það ekki aftra mínum fyrirætlunum að halda uppi bloggi. Hvað er blogg annað en nútímadagbók - kannski ekki eins og dagbókin með lásnum en allar hinar sem lágu á glámbekk? Má benda þeim sem hugsanlega ætla að koma fram með fyrrnefndar gagnrýnisraddir á frábærar bloggsíður hinna skeleggu framsóknarkvenna Sifjar og Valgerðar, svo ekki sé minnst á Björn Bjarna og Össurar - eflaust ein mest heimsóttu bloggsíður landsins. Sannar það ekki að aldur er enginn fyrirstaða?
Áralöng bloggreynsla af barnalandinu hlýtur að koma ða gagni við þessa síðu - svo ég tali nú ekki um þegar ég fer að hlaða inn myndum sem ég fer að gera þegar ég verð búin að koma mér af stað og kaupa nýja myndavél og farin að smella af gullmolunum mínum. Mér finnst lífið bara þjóta hjá núna þegar ég er myndavélalaus - er eflaust orðin frekar háð því að vera með myndavélina innan seilingar og orðin þjáð af enn einni nútímafíkninni - digitalfíkn.
Nú er bara að sjá hvort að frúin standi sig í dagbókarfærslunum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.